Hversu stórir eru kassarnir?

Allir kassarnir eru 63 lítrar að rúmmáli og eru jafnstórir. Þeir eru 60cm að lengd, 40cm að dýpt og 35cm að breidd þar sem þeir eru lengstir. Hægt er að geyma allt að 30kg í hverjum kassa. Kassarnir eru staflanlegir en hámarksþyngd er 150 kg í hverjum stafla.

Geta fyrirtæki leigt hjá ykkur kassa?

Já! Ekkert mál! Hafðu samband hér ef þú vilt heyra í fyrirtækjaleigunni og við hjálpum þér að meta þörfina.

Flytjið þið fyrir okkur?

Já! Við getum aðstoðað. Hringdu í okkur í síma 571-4866 og við reddum málinu!
Verðskrá flutninga
Lítill sendibíll með manni 10.995 kr án vsk pr. klst
Stór sendibíll með manni 14.995 kr án vsk pr. kls
Auka burðarmaður 8.995 kr án vsk pr. klst
Tímagjald er rukkað frá því að lagt er af stað í verk þangað til því er lokið.

Hvernig borga ég?

Allar greiðslur fara í gegnum netið. Við erum með samning við Korta.is sem sjá til þess að allar greiðslur og kortúmer fari í gegnum örugga greiðslugátt. Þú ert því í góðum höndum.

Get ég lengt leigutímann?

Já, það er minnsta málið. Hafðu bara samband við okkur hér eða í síma 571-4866 og við græjum framlengingu.

Eru allar vörur keyrðar út?

Við keyrum ekki út vörum nema það séu leigðir kassar með.

Get ég afbókað pöntun?

Já, það er ekkert mál að afbóka pöntun hafi sendingin ekki verið afgreidd. Sendu okkur bara línu eða hringdu og við göngum frá því.

Get ég breytt afhendingartíma?

Já, ef þú þarft að breyta afhendingatíma sendu okkur línu eða hringdu í okkur. Við vekjum þó athygli á því að ef afhending þarf nauðsynlega að eiga sér stað utan okkar afhendingartíma, þá reynum við að verða við því en það hefur aukagjald í för með sér.

Get ég breytt skilatíma?

Já, það er einfalt hafðu bara samband. En athugaðu að það hefur í för með sér aukakostnað.

Hvað gerist ef ég skemmi kassa?

Verði kassi fyrir skemmdum greiðist gjald 8.995.- sé kassanum skilað. Sé kassa ekki skilað telst hann vera seldur og greiðist gjald 10.850-.

Get ég flutt milli landa með kassaleigunni?

Því miður bjóðum við ekki upp á millilandaleigu eins og stendur. Hinsvegar getum við selt þér kassa ef þörf er á.

Get ég keypt kassa hjá ykkur?

Já, þú getur keypt kassana hjá okkur. Ef þú vilt halda einhverjum eftir þegar þú skilar þá er það sjálfsagt mál, hver kassi sem haldið er eftir kostar 10.850kr.

Get ég fengið fleiri kassa í miðjum flutningum?

Já, en lágmarkspöntun eru 15 kassar.

Ég pantaði of marga kassa, get ég fengið endurgreitt?

Því miður, ef kassarnir eru hjá þér á leigutímanum teljast þeir leigðir.

Má ég nota kassana í allt?

Allt sem tengist venjulegum íbúðaflutningum. Engin spilliefni, eða iðnaðarbrölt takk fyrir. Það eyðileggur nefnilega kassana.

Get ég flutt út á land?

Í augnablikinu bjóðum við einungis upp á þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Hvað eru Kassahjól?

Kassahjól er hægt að setja undir kassa eða turn af kössum. Það er ljúft að renna kössunum á Kassahjólum. Við mælum með því að halda heildarþyngd undir 100 kg og biðjum þig um að fara varlega. Sniðugt er að setja þyngri kassa neðst. Tilfærslur eru alltaf á ábyrgð notanda.

Eru kassarnir hreinir?

Já, að sjálfsögðu! Allir kassar eru hreinsaðir eftir að þeim er skilað og áður en þeir eru leigðir aftur út. Við biðjum þó alla um að ganga vel um kassana og dótið sitt í leiðinni.

Er sérstakt þrifgjald?

Nei, það er ekki sérstakt þrifgjald ef um eðlilega notkun er að ræða. Sé kassinn hinsvegar skemmdur eða það illa farinn eftir notkun að sérstaklega þarf að þrífa eða kassinn er ónothæfur greiðist tjónagjald.

0

Byrjaðu að rita og ýttu á Enter til að leita